Jæja þá er búið að frumsýna Sambúðarverki hjá Leikfélagi Dalvíkur. Höfundar eru 
sex, einþáttungarnir 5. Einn þátturinn var einleikur og breytti ég honum þó nokkuð 
og nota hann sem tengilið á milli þátta og einnig á undan og eftir. Aðalsteinn 
Bergdal leikur. Þórarinn Blöndal gerði skemmtilega leikmynd, með litlum tilfærslum 
breytist sviðið úr einu heimilinu í annað. Höfundarnir eru: Júlíus Júlíusson, 
Ingibjörg Hjartardóttir, Freyr Antonsson, Lovísa María, Arnar Símonarson og Sólveig 
Rögnvaldsdóttir. Frumsýningunni var mjög vel tekið , höfundar og aðrir áhorfendur 
virtust skemmta sér hið besta. Frumsýnt var föstudaginn 17. nóvember 
  Til baka |