Á forsíðu
Dagbók    Ferilskrá    Myndir    Félagsstörf    Skrár    
Senda Sögu Jóns Póst
 

09.12.2005
á heimleið

Það er ekki hægt að segja að maður sé duglegur að skrifa í þessa dagbók! En hér í Odense er allt með kyrrum kjörum. HCA jólamarkaðurinn opnaði um síðustu helgi og var mikið um dýrðir. Hann er hér í næstu götu . Við erum að undirbúa heimferð og Óskar er búinn að kveðja félaga sína í OTS. Við fengum slæma flensu og erum rétt að skríða saman, gott að vera búin með þetta áður en við förum. Ég dunda mér við að skrifa jólakort og pakka inn gjöfum, líka gott að vera búin að því. Skötuveisla verður á Hamri hjá okkur nánast um leið og við erum lent!! Það verður skemmtilegt að hitta fólkið.



Til baka


Saga Geirdal Jónssdóttir | saga@sagajons.is |