Jæja þá er maður komin aftur í litlu íbúðina eftir mikið jólahald á Íslandi.
Þetta var góð og skemmtileg ferð, hittum allt okkar fólk. Ég bauð t.d. fyrrverandi
starfsfélögum hjá Leikf. AK. í kvöldkaffi og var gaman að heyra hvað að dagana
hafði drifið hjá þeim síðan við vorum saman í leikhúsinu. Reyndar höfðum við nokkur
unnið saman síðan við uppsetningar hja´áhugaleikfélögum. Vorum í Hrísey um áramót
sem var afar gaman. Ég kom hingað mánudaginn þann 9. jan. en Óskar minn kemur
í febrúar er að kenna í VMA. og sinna ýmsu. Samt svolítið skrýtið að vera hér
ein en það venst eins og allt.
Til baka |