VAr að koma heim frá Kaupmannahöfn, var í skólanum í Kilden. ÉG var með flensu
þegar ég mætti á staðinn en var fljót að jafna mig. Þetta var ágætur tími, altaf
gaman að hitta liðið. Gaman að sjá hvað margir hafa breyst á þessum tíma. Margir
sem voru daprir og líflausir í byrjun eru bara orðnir brosmildir og hafa breytt
um útlit. Núna er ég að undirbúa mig undir að leika um næstu helgi í Freyvangi.
Ég ætla að hlaupa í skarðið fyrir Guðrúnu Höllu sem þarf að fara til Riga á ráðstefnu.
Það mætti ætla að ég kynni textann þar sem ég þýddi hann en því er ekk að heilsa.
Friðrik sonur minn og dóttir hans Fanný Huld, Helgi Páll sonur og hans kærasta
ÁRdís komu norður um helgina og var það ansi skemmtilegt. Matarboð og fleira aðhafst.
Til baka |