Á forsíðu
Dagbók    Ferilskrá    Myndir    Félagsstörf    Skrár    
Senda Sögu Jóns Póst
 

13.11.2008
komin frá Færeyjum

Þetta er ótrúlegt hvað ég er léleg við að skrifa í dagbókina. Getur það verið að ég hafi ekkert skrifað síðan 2007??? Jæja verð að reyna að bæta úr því. VAr í Færeyjum í 9 vikur og setti upp Emil í Lönnebergi eftir Astrid Lindgren. Var mikil vinna og erfið á köflum. Vinnuaðstaðan var slæm, gömul slökkvistöð lítil pláss og ömurlegt. Ég byrjaði á að þrífa klósett og eldhús!! Þetta var stór sýning 20 leikarar og 4 manna hljómsveit. Sjónleikafélag Klaksvíkur missti húsnæðið sitt "Atlantis" þess  vegna voru þessi ósköp og þau urðu að sýna í Fuglafirði. Þannig að síðustu fjórar vikurnar eða svo keyrðum við með rútu í rúml. hálftíma æfðum svo í 4 klt. og svo heim aftur! Það vita allir sem hafa tekið þátt í svona starfi hvað þetta er mikil viðbót við allt hitt. En sýningin endaði með að vera bæði falleg og skemmtileg held ég. Tónlistin mjög fín og hljómsveitin flott. Leikmyndin og búningar hjá Edward Fuglö aldeilis frábær. Og svo gengur sýningin og gengur, þau leika 7 sinnum í viku og allt uppselt!! Þau hafa ekki Menningarhúsið í Fuglafirði nema til 19. nóvember svo þau eru að keppast við.
Stendur til að hafa námskeið í framsögn og tjáningu í Laxdalshúsi en veit ekki hvort verður aðsókn á þessum síðustu og verstu tímum.


Til baka


Saga Geirdal Jónssdóttir | saga@sagajons.is |