Á forsíðu
Dagbók    Ferilskrá    Myndir    Félagsstörf    Skrár    
Senda Sögu Jóns Póst
 

19.02.2009
æfingar ofl.

fór til Færeyja aftur í 12. janúar. Emil var æfður upp aftur og sýndur í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn þar urðu 8 sýningar fyrir troðfullu húsi og þegar þessu ævintýri var lokið höfðu tæplega 10.000 manns séð sýninguna sem má teljast gott í 50.000 manna samfélagi. Núna ganga æfingar á Stundum og stundum ekki ágætlega hópurinn er mjög hress og kátur. 15. leikarar, Hallmundur Kristins gerir leikmynd og Guðmundur Óskar smíðar af fullum krafti hann hefur fengið nokkra með sér en oft er hann einn. Ingvar BJörnsson hannar ljósin. Ég setti smátónlist í sýninguna, þannig að nú er sungið og dansað! Kristján Edelstein sér um hljóðmynd og undirspil sem er á bandi. Búningana hef ég umsjón með og hef samið smádanshreyfingar líkt og í Emil. Frumsýning er áætluð 5. mars.



Til baka


Saga Geirdal Jónssdóttir | saga@sagajons.is |