Á forsíðu
Dagbók    Ferilskrá    Myndir    Félagsstörf    Skrár    
Senda Sögu Jóns Póst
 

30.06.2007
líf á La Gomera

það er laugardagur og ég nýkomin úr bænum, þar var markaður eins og venjulega. Sólin skein en skýjabakkar sáust á himni. Ég hef verið að undirbúa skoðunarferð um eyjuna sem verður á sunnudag, panta mat á veitingastaðnum Rocko Blanco, rútu og ferju hjá Roberto. Þetta er hið huggulegasta líf hér, mjög rólegt og gaman að ganga hér um bæinn. Á þriðjudag fer ég til Tenerrife, er vön að fara á miðvikudögum en þar sem Friðrik sonur minn Júlíusson og dóttir hans Fanný Huld eru að koma um kvöldið þá ætla ég að taka á móti þeim.
Ég býst við að við verðum tvo þrjá daga á Tenerife og svo förum við með Armas til La Gomera.  


Til baka


Saga Geirdal Jónssdóttir | saga@sagajons.is |