Á forsíðu
Dagbók    Ferilskrá    Myndir    Félagsstörf    Skrár    
Senda Sögu Jóns Póst
 

02.01.2009
Nýtt ár 2009

JÆja þá er komið enn eitt árið, við eyddum áramótunum í Hrísey með dóttur Skara og fjölsk. Það var mjög ánægjulegt. En í gær 1. jan. lést mágur minn í bílslysi Árni Veigar Steingrímsson. Hann var á leið í Engihlíð að hitta fólkið sitt þegar slysið varð og lést hann samstundis. Kona sem var í hinum bílnum slasaðist sem betur fór lítið en auðvitað er þetta mikið áfall að lenda í svona. Nú erum við að fara á Hamar, halda uppá sjö ára samveru!! Æfingar hefjast að fullu á morgun á Stundum og stundum ekki. Ég átti von á að fara aftur til Færeyja að æfa upp Emil en ekkert heyrt frá þeim. Einhver peningavandræði eru þetta var svo dýr sýning en vonandi gengur þetta allt saman upp.



Til baka


Saga Geirdal Jónssdóttir | saga@sagajons.is |