ER búin að vera hér á þessari litlu eyju í rúman mánuð, þetta er frábær eyja,
ósnortin, 12 milljón ára gömul og aðeins 378 ferkm að stærð. Hún er afar margbreytileg,
gróður ótrúlegur og þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá Unesco. Það er bara skemmtilegt
að fara með íslendinga um eyjuna. Ég fer einu sinni í viku á sunnudögum, fólkið
kemur frá Tenerife með stóru 20 þús. tonna skipi , það tekur klt. að sigla hingað.
Ég fer aftur á móti einu sinni í viku til Tenerife á kynningafundi sem eru tvisvar
þar sem tvær vélar koma í viku og gisti ég eina nótt þar. Það er ágæt tilbreyting.
Óskar maður minn kom í eina viku það var ansi stuttur tími, svo kemur sonur minn
Frissi og Fanný dóttir hans þann 3. júlí. Óskar kemur svo aftur þann 18 . júlí
og verður þá í hálfan mánuð. þann 25. júlí koma svo vinir okkar Oddný og Sverrir
, þau ætla að vera í viku og fer Óskar með þeim heim. Hér er yndislegt veður nánast
allt árið um kring, 25 - 28° smágola og stundum skýjað. Ég er eini íslendingurinn
hér og er það dálítið skrýtin tilfinning. en allt venst eins og sagt er.
Til baka |