Á forsíðu
Dagbók    Ferilskrá    Myndir    Félagsstörf    Skrár    
Senda Sögu Jóns Póst
 

30.03.2009
gagnrýni Stundum og stundum ekki

og stundum ekki

Ásta Júlía Ađalsteinsdóttir og Ívar Örn Björnsson í hlutverkum sínum
Ásta Júlía Ađalsteinsdóttir og Ívar Örn Björnsson í hlutverkum sínum

Blađamanni Landpóstsins áskotnuđust um helgina tveir miđar á leiksýninguna Stundum og stundum ekki, sem sýnd er ađ Melum í Hörgárdal. Blađamađur dró borgarbarniđ unnusta sinn í sveitaleikhús á laugardagskvöldiđ. Bylur var úti og hálftíma keyrsla í leikhúsiđ svo unnustinn var ekki par ánćgđur međ planiđ, en lét sig ţó hafa ţađ og uppskar hina mestu skemmtun.

Leikfélag Hörgdćla hefur sem áđur segir farsann Stundum og stundum ekki eftir ţá félaga Franz Arnold og Ernst Bach til sýningar um ţessar mundir.  Leikarar eru um 15 talsins en fjöldi fólks kemur ađ sýningunni.  Ţađ er Saga Jónsdóttir sem leikstýrir verkinu en ţetta er í fjórđa skipti sem hún leikstýrir hjá Leikfélagi Hörgdćla.

Verkiđ fjallar í stuttu máli um stjórnarráđsritara sem er orđinn ţreyttur á ţví ađ vera sniđgenginn ţegar stöđuhćkkanir eru veittar og ákveđur hann ţví ađ taka til sinna ráđa.  Fjöldi fólks blandast svo í máliđ, samstarfsfólk hans, hinir ýmsu embćttismenn og missaklausir hótelgestir og verđur úr ţví mikil ringulreiđ.

Verkiđ er mikil ádeila á ţá ritskođun og leynd sem oft virđist vaka yfir stjórnmálaheiminum.  Sagan kann ekki ađ hljóma mjög spennandi í fyrstu en hún virkar vel í svona farsa.  Leikritiđ varđ spennandi strax í byrjun og aldrei var langt í hláturinn.Til baka


Saga Geirdal Jónssdóttir | saga@sagajons.is |